- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Komnir lengra en við héldum

Þjálfarar meistaraflokks Þórs og formaður handknattleiksdeildar.
- Auglýsing -

„Við hefðum alveg þegið annað stigið og finnst við hafa átt það skilið,“ sagði Halldór Örn Tryggvason, annar þjálfara karlaliðs Þórs Akureyrar, eftir grátlegt tap fyrir Aftureldingu, 24:22, í Olísdeild karla í handknattleik á Varmá í gærkvöld. Leikurinn var í járnum allan tímann en tvö mörk Mosfellinga á síðustu 15 sekúndum gerðu út um leikinn fyrir heimamenn. Þórsarar fengu tækifæri þegar örfáar sekúndur voru eftir til að jafna metin en Arnór Freyr Stefánsson, markvörður Aftureldingar, varði skot Valþórs Atla Guðrúnarsonar, kom boltanum fram völlinn á Úlfar Monsa Þórðarson sem skoraði 24. mark heimamanna.

„Við fengum færi á að jafna en það tókst ekki. Stundum er þetta svona. Ég ætla ekki að taka neitt af strákunum. Þeir stigu jákvætt skref að þessu sinni. Við erum að minnsta kosti sáttir við að byrja vel þótt lokin yrðu ekki eins og við áttum möguleika á,“ sagði Halldór Örn og viðurkenndi að Þórsarar hefðu viljandi reynt að draga niður hraðann í leiknum. „Við verðum að leika þennan iðnaðarbolta þar sem við erum kannski ekki með stærsta hópinn af liðum deildarinnar.

„Að minnsta kosti getum við sagt að við erum lengra komnir en við töldum áður en leikurinn hófst,“ sagði Halldór Örn Tryggvason, annar þjálfara Þórs Akureyrar við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -