- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Komnir til Sarajevó – snarpur undirbúningur

Leikmenn íslenska landsliðsins leika við Bosníumenn í undankeppni EM á miðvikudaginn í Sarajevó. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Leikmenn karlalandsliðsins í handknattleik komu til Sarajevó í Bosníu um miðjan dag ásamt þjálfurum og aðstoðarfólki. Hópurinn safnaðist að mestu saman í Vínarborg enda flestir leikmenn búsettir í Evrópu. Íslenska landsliðið mætir bosníska landsliðinu í undankeppni EM á miðvikudaginn klukkan 18.

Ekkert sérstakt hótel

Að sögn Róberts Geirs Gíslasonar framkvæmdastjóra HSÍ sem er með landsliðinu í för þá gekk ferðin að óskum. Allir leikmenn eru komnir inn á hótel í Sarajevó að þremur undanskildum; Viggó Kristjánssyni, Þorsteini Leó Gunnarssyni og Ými Erni Gíslasyni sem væntanlegir eru þegar lengra líður á daginn.
Hótelið sem landsliðið dvelur á í Sarajevó er reyndar ekkert sérstakt að sögn Róberts Geirs.

Tækjasalur í dag – salur á morgun

Engin æfing í keppnisssal í dag en þegar handbolti.is heyrði í Róberti Geir voru leikmenn á æfingu í tækjasal. Æft verður í keppnissal á morgun og hugsanlega aftur að morgni leikdags eins og liðið gerði á HM og einnig í Grikklandi í mars.

Íslenska landsliðið mætir georgíska landsliðinu í Laugardalshöllinni á sunnudaginn í lokaumferð undankeppni EM 2026. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Ekkert nema sigur

„Ég nálgast leikinn eins og aðra. Við ætlum að vinna og gera það almennilega,“ sagði Snorri Steinn Guðjóksson landsliðsþjálfari í viðtali við handbolta.is áður en lagt var stað til Sarajevó.

Íslenska landsliðið vann fyrri viðureignina við Bosníumenn, 32:26, í Laugardalshöll í nóvember.

Heimaleikur á sunnudaginn

Eftir leikinn í Sarajevó kemur íslenska landsliðið rakleitt til Íslands og mætir georgíska landsliðinu í Laugardalshöll klukkan 16 á sunnudaginn. Miðasala á leikinn stendur yfir á stubb.is.

Eins og kom fram í fréttum fyrr í dag þá varð að gera eina breytingu á landsliðshópnum. Stiven Tobar Valencia er meiddur og var Bjarki Már Elísson kallaður inn í hans stað.

Íslenska landsliðið er í efsta sæti 3. riðils með átta stig eftir fjóra leiki. Bosnía hefur tvö stig í þriðja sæti.

A-landslið karla – fréttasíða.

Ætlum að vinna og gera það almennilega

Undankeppni EM karla “26: úrslit leikja og staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -