- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Komu Skjern í opna skjöldu – Fredericia tapaði fyrsta úrslitaleiknum

Ágúst Elí Björgvinsson markvörður Ribe-Esbjerg og íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg lagði Skjern í fyrri viðureign liðanna um bronsverðlaunin í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag, 35:31. Leikurinn fór fram í Skjern. Liðin leiða saman kappa sína á ný á miðvikudaginn í Esbjerg.

Sigurinn er enn áhugaverðari í ljósi þess að Ribe-Esbjerg lék án tveggja lykilmanna, Elvars Ásgeirssonar og William Aar. Elvar var ekki með vegna meiðsla í vinstri öxl og Aar heltist úr lestinni vegna meiðsla, snemma leiks.

Ribe-Esbjerg lék með sjö menn í sókn nær allan leikinn. Virtist það koma Skjern í opna skjöldu með þeim afleiðingum að fátt var um varnir.

Ágúst Elí Björgvinsson var um helming leiksins í marki Ribe-Esbjerg og varði sex skot, 31,5%.

Fimm marka tap Álaborg

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Fredericia HK og liðsmenn hans máttu bíta í það súra epli að tapa fyrsta úrslitaleiknum um Danmerkurmeistaratitilinn fyrir Aalborg Håndbold í dag, 31:26. Leikið var í Álaborg. Einar Þorsteinn Ólafsson var að vanda með Fredericia HK. Hann skoraði eitt mark og var einu sinnni vikið af leikvelli.

Næsti úrslitaleikur fer fram í thansen-Arena í Fredericia á miðvikudagskvöld svo að ekki er öll nótt úti ennþá hjá leikmönnum Fredericia þótt þeir hafi beðið lægri hlut að þessu sinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -