- Auglýsing -
- Auglýsing -

Konum fjölgar í hópi þjálfara í Olísdeildinni

Sólveig Lára Kjærnested þjálfari ÍR. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Sennilega hafa ekki fleiri konur komið að þjálfun liða í efstu deild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, en á tímabilinu sem nýlega er hafið. Eftir því sem handbolti.is kemst næst eru sex konur við þjálfun hjá fimm af átta liðum Olísdeildar kvenna.

Þær eru:
Fram: Rakel Dögg Bragadóttir.
Haukar: Díana Guðjónsdóttir.
ÍR: Sólveig Lára Kjærnested.
Selfoss: Jóna Margrét Ragnarsdóttir og Unnur Þórisdóttir.
Stjarnan: Hanna Guðrún Stefánsdóttir.

Á síðasta tímabili, 2023/2024 voru fjórar konur í hópi þjálfara deildarinnar: Arna Valgerður Erlingsdóttir hjá KA/Þór, Díana með Hauka, Rakel Dögg hjá Fram og Sólveig Lára með ÍR. Leiktíðina þar á undan 2022/2023 voru þær þrjár: Arna Valgerður, Díana og Rakel.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -