Einar Baldvin Baldvinsson markvörður og Ihor Kopyshynskyi tryggðu Aftureldingu annað stigi gegn KA í síðasta leik 14. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í KA-heimilinu. Einar Baldvin varði skot frá nafna sínum Einari Rafni Eiðssyni á síðustu sekúndum leiksins. Aður hafði Kopyshynskyi skoraði tvö síðustu mörk Aftureldingar úr vinstra horninu á síðustu mínútu leiksins. Kopyshynskyi gerði jöfunarmarkið átta sekúndum fyrir leikslok.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson hafði skoraði 12. mark sitt 85 sekúndum fyrir leikslok og komið KA yfir, 28:26.
Liðin mætast á ný í KA-heimilinu á miðvikudaginn í átta liða úrslitum Poweradebikarkeppninnar. Áhorfendur fundu þar af leiðandi aðeins reykinn af réttunum í kvöld.
KA var marki yfir í hálfleik, 15:14, og var á undan að skora síðustu 20 mínúturnar, hafði þá eins til tveggja marka forskot. Einar Baldvin markvörður Aftureldingar átti stórleik í markinu með ríflega 40% markvörslu og munaði um minna.
Afturelding er áfram í öðru sæti deildarinnar með 20 stig eftir 14 leiki. Liðið er tveimur stigum á eftir FH sem skildi með skiptan hlut gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag, 26:26.
KA mjakaði sér upp í áttunda sæti með 10 stig, stendur örlítið betur að vígi en Grótta og HK sem eru í níunda og 10. sæti með sama stigafjölda.
Staðan í Olísdeild karla – næsti leikur í deildinni verður 4. febrúar.
Mörk KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 12, Einar Rafn Eiðsson 8/3, Ott Varik 5, Einar Birgir Stefánsson 1, Dagur Árni Heimisson 1, Jens Bragi Bergþórsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 7/2, 35% – Nicolai Horntvedt Kristensen 6,30%.
Mörk Aftureldingar: Ihor Kopyshynskyi 6, Hallur Arason 5, Birgir Steinn Jónsson 5, Árni Bragi Eyjólfsson 4/2, Kristján Ottó Hjálmsson 4, Harri Halldórsson 1, Þorvaldur Tryggvason 1, Blær Hinriksson 1, Stefán Magni Hjartarson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 12, 40,5% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 1, 50%.
Tölfræði HBStatz.