Úkraínumaðurinn og vinstri hornamaðurinn lipri, Ihor Kopyshynskyi, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Aftureldingu. Kopyshynskyi hefur verið hjá Aftureldingu í þrjú ár en níu ár eru liðin síðan hann kom til landsins og gekk til liðs við Akureyri handboltafélag.
Kopyshynskyi var næst markahæsti leikmaður Aftureldingar í Olísdeildinni í vetur með 106 mörk. Hann hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn allra besti vinstri hornamaður Olísdeildarinnar, eldfljótur með afar fjölbreytta skottækni.
Kom til Hauka frá Siglufirði
Eins og áður segir þá kom Kopyshynskyi til Akureyrar handboltafélags haustið 2016. Eftir að Akureyri handboltafélag liðaðist í sundur samdi Kopyshynskyi við Þór og lék með liðinu út leiktíðina vorið 2021. Eftir það flutti Kopyshynskyi og lék ekki handknattleik í hálft ár og bjó á Siglufirði uns Haukar sömdu við hann í ársbyrjun 2022. Með Haukum var Kopyshynskyi keppnistímabilið 2022 á enda. Hann gekk til liðs við Aftureldingu sumarið 2022.
Áður Kopyshynskyi kom til Íslands 2016 lék hann HC Portovik í Úkraínu og síðar Klaipeda Dragunas í Litáen.