- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Köstuðum leiknum frá okkur

Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar á eftir að velta vöngum áður en keppnistímabilið hefst. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

„Við bara köstuðum leiknum frá okkur. Fórum að leyfa okkur hluti sem eigum ekki að gera. Tæknfeilarnir voru ótrúlegir á ögurstundu. Þannig hleyptum við þeim inn í leikinn. Það er hreint óskiljanlegt hvernig við klúðruðum þessu,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar brúnaþungur eftir tapið fyrir Fram á heimavelli í kvöld, 30:29, í Olísdeild karla í handknattleik.


Gunnar sagði að breyttur varnarleikur Fram á síðustu tíu mínútum leiksins hafi ekki orðið þess valdandi að allt fór í skrúfuna hjá hans mönnum.

Agaleysi og barnaleg mistök

„Við fengum okkar tækifæri þrátt fyrir þá breytingu sem Framarar gerðu. Fyrst og fremst var um algjört agaleysi að ræða hjá okkur. Við köstuðum þessu frá okkur og á stundum með barnalegum tæknifeilum sem eiga ekki að sjást í leikjum Olísdeildarinnar.


Þetta er því miður ekki fyrsti leikurinn í vetur sem við köstum frá okkur. Við verðum að læra af mistökunum og ná að loka leikjunum. Ef það tekst ekki verður verkefnið ennþá erfiðra,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar ennfremur en hans menn voru með tögl og hagldir í leiknum í nærri 50 mínútur. Það dugði ekki til sigurs.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -