- Auglýsing -
Handknattleikslið Kríu hefur sent frá sér yfirlýsingu um að liðið hafi ákveðið að gera hlé á æfingum frá og með deginum í dag í ljósi vaxandi útbreiðslu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þráðurinn verður tekinn upp þegar ástandið batnar.
Forráðamenn Kríu hvetja önnur félög til að tryggja öruggt umhverfi og taka ábyrga afstöðu.
Kria leikur í Grill 66-deild karla og er með bækistöðvar á Seltjarnarnesi.
- Auglýsing -