- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kristján Orri skoraði 13 mörk

Kristján Orri Jóhannsson, leikmaður Kríu, er markakóngur Grill 66-deildar karla 2020/2021. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Tinna Laxdal skrifar:

Kría sigraði lið Harðar frá Ísafirði 33:31 á Seltjarnarnesi í kvöld. 

Þar með var Kría að vinna sinn annan leik í Grill 66 deildinni en lið Harðar bíður ennþá eftir sigri í deildinni. 

Kría byrjaði leikinn betur og komst í 5:1. 

Daði Laxdal Gautason byrjaði vel fyrir Kríu og skoraði 4 mörk snemma í fyrri hálfleik og gaf einnig margar stoðsendingar. 

Rolands Lebedevs markvörður Harðar varði mörg dauðafæri frá leikmönnum Kríu og kom Herði snögglega aftur inn í leikinn og staðan varð jöfn á 14. mínútu, 6:6, og nokkru síðar komst Hörður marki yfir, 8:7.

Lið Harðar spilaði 5 plús 1 vörn með Þráinn Ágúst Arnaldsson fremstan í flokki til að trufla sóknarleik Kríumanna. 

Leikmenn Harðar voru mjög harðir fyrir í vörninni og spiluðu skemmtilegan handbolta með mjög snögga leikmenn eins og Daniel Wale Adeleye og Tadeo Sulduna sem sýndu flotta takta .

Lið Kríu spilaði margar fallegar sóknir sem enduðu með flottum línusendingum. Varnarleikurinn hefði mátt vera kraftmeiri hjá leikmönnum Kríu sem voru oft aðeins of seinir að klukka snögga leikmenn Harðar. Kría hafði engu að síður þriggja marka forskot þegar flautað var til hálfleiks, 18:15.

Hörður komst yfir

Ísfirðingar komu sterkari tilbaka inn í síðari hálfleikinn og náðu að jafna leikinn á 36. mínútu og komust svo yfir 40 mínútna leik, 22:21.

Það varð mikill hiti í leiknum þegar Alex Viktor Ragnarsson skoraði úr hraðaupphlaupi og Rolands Lebedevs markvörður Harðar togaði hann niður þegar hann var að hlaupa tilbaka. Við það fékk Rolands réttilega 2 mínútna brottvísun.

Kristján Orri Jóhannson var með skothöndina heita í kvöld og skoraði hvorki meira né minna en 13 mörk, bæði úr horni, skyttu og á vítalínunni. Daði Laxdal Gautason skoraði 5 mörk og Gunnar Valur Arason 4 mörk.

Tadeo Sulduna og Alexa Stevanovic skoruðu báðir 5 mörk fyrir Ísfirðinga og Jón Ómar Gíslason gerði 4 mörk líkt og samherji hans Daniel Wale Adeleye. 

Santons var ánægður

Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, var ánægður með sína menn eftir leikinn og sagði markmið þeirra hafi verið að reyna standa í öflugu liði Kríu sem Carlos spáir sigri í deildinni.

Guntis Pilpuks og Raivis Gorbunovs eru einu nýliðarnir í hópi Harðar og þeir skiluðu sínu í kvöld með 3 mörk hvor, þeir koma báðir frá Lettlandi. Helstu markmið Harðar í deildinni eru að halda sér uppi og bæta leik sinn. Ísfirðingar voru með 9 heimamenn í hópnum í kvöld og eru mjög ánægðir með leik sinna manna í kvöld þrátt fyrir tveggja marka tap.  

Vegna fjöldatakmarkana mátti aðeins selja 55 miða á leikinn en Kría sýndi frá leiknum á twitch.tv og fylgdust rúmlega 1.000 manns með leiknum þar. 

Mörk Kríu: Kristján Orri Jóhannsson 13, Daði Laxdal Gautason 5, Gunnar Valur Arason 4, Filip Andonov 3, Hlynur Bjarnason 3, Vilhjálmur Hauksson 2, Alex Viktor Ragnarsson 1, Jóhann Kaldal Jóhannsson 1, Gellir Michaelsson 1.

Mörk Harðar: Alexa Stefanovic 5, Tadeo Sulduna 5, Daniel Wale Adeleye 4, Jón Ómar Gíslason 4, Ásgeir Óli Kristjánsson 3, Guntis Pilpuks 3, Ravis Gorbunovs 3, Gísli Jörgen Gíslason 2, Anton Freyr Traustason 1, Þráinn Ágúst Arnaldsson 1.

Hér má sjá glæsileg tilþrif úr leiknum í Hertz-hellinum í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -