- Auglýsing -
Kristján Orri Jóhannsson skoraði nærri helming marka Kríu í gærkvöld þegar liðið lagði ungmennaliða Selfoss með sex marka mun, 30:24, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi þar sem liðin mættust í Grill 66-deild karla í handknattleik. Kristján Orri skoraði 14 mörk og hefur þar með skorað alls 65 mörk í sex leikjum Kríu í deildinni.
Kristján Orri er markahæsti leikmaður deildarinnar. Næstur er Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum U, með 53 mörk í fimm leikjum. Fjölnismaðurinn Brynjar Óli Kristjánsson er þriðji markahæstur með 47 mörk eftir sex leiki.
Kría var sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik í Hertzhöllinni í gærkvöld, 18:11. Hún er í fjórða sæti deildarinnar með átta stig að loknum sex leikjum. Selfoss er í sjötta sæti með fimm stig, einnig eftir sex leiki. Annars er hægt að sjá staðan í Grill 66-deild karla hér.
Mörk Kríu: Kristján Orri Jóhannsson 14, Aron Valur Jóhannsson 3, Gunnar Valur Arason 3, Árni Benedikt Árnason 2, Vilhjálmur Geir Hauksson 2, Viktor Orri Þorsteinsson 2, Alex Viktor Ragnarsson 1, Daði Gautason 1, Arnar Jón Agnarsson 1, Sigþór Gellir Michaelsson 1.
Mörk Selfoss U.: Hannes Höskuldsson 6, Arnór Logi Hákonarson 2, Sölvi Svavarsson 2, Gunnar Flosi Grétarsson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Andri Dagur Ófeigsson 2, Hans Jörgen Ólafsson 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 2, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Haukur Páll Hallgrímsson 1, Sæþór Atlason 1.
- Auglýsing -