- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kristján Páll fór á kostum gegn Herði í Höllinni

Kristján Páll Steinsson, markvörður Þórs. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Kristján Páll Steinsson markvörður Þórs fór hamförum í marki liðsins í dag gegn Herði frá Ísafirði í viðureign liðanna í Grill 66-deild karla í handknattleik í Höllinni á Akureyri. Kristján Páll varði 27 skot, var með nærri 60% markvörslu, í 14 marka sigri Þórs, 33:19.

Þór situr þar með áfram í efsa sæti deildarinnar eftir fimm sigurleiki í röð með 10 stig en liðið tapaði fyrsta leik sínum á keppnistímabilinu. Hörður er ásamt Víkingi með sex stig að loknum fimm leikjum.

Fram2 getur færst upp að hlið Þórs með 10 stig takist liðinu að vinna Val2 í næstu umferð.

Staðan var 15:11 fyrir Þór að loknum fyrri hálfleik. Stórleikur Kristjáns Páls varð síðan til þess að Harðarmenn fengu ekki rönd við reist í síðari hálfleik.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Mörk Þórs: Brynjar Hólm Grétarsson 7, Oddur Gretarsson 7, Þórður Tandri Ágústsson 6, Hafþór Már Vignisson 5, Arnór Þorri Þorsteinsson 3, Þormar Sigurðsson 3, Sigurður Ringsted Sigurðsson 1, Leó Friðriksson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 27.

Mörk Harðar: Daníel Wale Adeleye 7, Endijs Kusners 3, Admilson Furtado 2, Jhonatan C. Santos 2, Óli Björn Vilhjálmsson 2, Christos Kederis 1, Guðmundur Brynjar Björgvinsson 1, Kenya Kasahara 1.
Varin skot: Jonas Maier 9, Stefán Freyr Jónsson 7.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -