- Auglýsing -
Króatíska landsliðið í handknattleik kvenna fetaði í fótspor íslenska landsliðsins í kvöld með öruggum sigri á Kína í úrslitaleik forsetabikarsins á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik. Króatar unnu Kínverja í úrslitaleiknum með miklum yfirburðum, 41:22, eftir að hafa verið 10 mörkum yfir í hálfleik, 23:13.
Eins og mörgum er eflaust í fersku minni þá vann íslenska landsliðið forsetabikarinn á HM kvenna fyrir tveimur árum.
Átta neðstu lið heimsmeistaramótsins, þ.e. þau sem reka lestina í riðlakeppni fyrsta stigs HM, mætast í sérstakri keppni um forsetabikarinn. Keppnin er hugsuð þannig til þess að lökustu lið HM fái fleiri leiki og aukna reynslu af þátttöku sinni á HM.
- Auglýsing -


