- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Króatar fengu síðara boðskortið á HM – Færeyingar keppa í Trier

Nenad Šoštarić, þjálfari landsliðs Króatíu mætir með sveit sína á HM síðla árs. Mynd/EPA
- Auglýsing -


Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur samþykkt að Króatía fái annað boðskortið til þátttöku á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi í lok nóvember og framan af desember. Áður hefur verið tilkynnt að hitt boðskortið komi í hlut Kínverja. Stjórn IHF hefur umráðarétt yfir tveimur boðsmiðum á HM en keppt er um 30 sæti.

Orðið við óskum Þjóðverja og Færeyinga

Einnig hefur IHF orðið við ósk þýska handknattleikssambandsins um að færeyska landsliðið taki sæti í D-riðli og keppi þar af leiðandi í háskólaborginni Trier í Rínarland-Pfalz. Gríðarlegur áhugi er fyrir heimsmeistaramótinu í Færeyjum og er reiknað með fjölda Færeyinga á mótið. Skipuleggjendur mótsins töldu vænlegt að færeyska liðinu verði raðað í riðil vegna mikil fjölda fyrirspurna um miðasölu frá Færeyjum.

Minnsta tapið

IHF segir í rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni að veita Króatíu síðasta boðskortið að Króatar hafi tapaði með minni mun í umspilinu en Litáen, Norður Makedónía og Slóvenía, sem sendu einnig inn beiðni fyrir boðskorti. Króatar unnu aðra viðureignina við Spánverja í umspilinu með einu marki en töpuðu þeirri síðari með sex marka mun.

Þar með er ljóst hvaða 32 þjóðir senda landslið á HM kvenna síðar á árinu. Dregið verður í riðla fimmtudaginn 22. maí Hertogenbosch í Hollandi. Styrkleikalisti hefur ekki verið gefinn út.

Þátttökuþjóðir:

Evrópa: Austurríki, Króatía, Tékkland, Danmörk, Færeyjar, Frakkland, Þýskaland, Ungverjaland, Ísland, Svartfjallaland, Holland, Noregur, Pólland, Rúmenía, Serbía, Spánn, Svíþjóð, Sviss.
Afríka: Angóla, Egyptaland, Senegal, Túnis.
Asía: Íran, Japan, Kasakstan, Kína, Suður Kórea.
Suður- og mið-Ameríka: Argentína, Brasilía, Paragvæ, Úrúgvæ.
Norður Ameríka og Karabíahaf: Kúba.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -