Íslenska landsliðið mætir landsliði Króatiu undir stjórn Dags Sigurðssonar á föstudaginn kl. 14.30 í fyrsta leik milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í Malmö Arena. EHF hefur staðfest leiktíma á heimasíðu sinni.
Króatar töpuðu fyrir Svíum í síðasta leik riðlakeppninnar í kvöld, 33:25, eftir að hafa verið yfir, 17:13.
Svíar verða þar með andstæðingar íslenska landsliðsins í annarri umferð á sunnudaginn klukkan 17.
Leikir íslenska landsliðsins í milliriðli:
23. janúar: Ísland – Króatía, kl. 14.30. (15.30)
25. janúar: Ísland – Svíþjóð, kl. 17. (18).
27. janúar: Sviss – Ísland, kl. 14.30. (15.30).
28. janúar: Slóvenía – Ísland, kl. 14.30. (15.30).
Leiktímarnir eru vitanlega miðaðir við klukkuna á Íslandi. Innan sviga leiktímar í Svíþjóð.
Ísland, Svíþjóð og Slóvenía hefja leik með 2 stig hvert. Króatía, Ungverjaland og Sviss eru án stiga.


