Króatíska landsliðið í handknattleik, sem lék til úrslita á EM fyrir tveimur árum, varð fyrir áfalli í gær þegar í ljós kom að Domagoj Duvnjak, fyrirliði, og leikstjórnandinn Luka Cindric taka ekki þátt í fyrstu leikjum liðsins á Evrópumótinu. Báðir eru þeir enn smitandi af covid og fengu jákvæða niðurstöðu úr sýnatöku í gærdag.
Ákvörðun var þar með tekin um að þeir félagar verði áfram heima í Osijek Króatíu þar sem landsliðið hefur verið við æfingar. Stefnt er að því að þeir komi til móts við landsliðið þegar þeir hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku. Ljóst er að þeir verða örugglega ekki með í leik Króata og Frakka á fimmtudaginn í Szeged og varla með í leiknum við Serba á laugardaginn.
Til þess að þeir verði gjaldgengir á EM verða þeir að vera neikvæðir í tveimur PCR-prófum í röð með eins dags millibili.
Tomislav Kukin, læknir króatíska landsliðsins, staðfesti við Sportnet að allir aðrir í króatíska hópnum hafi fengið neikvæða niðurstöðu í skimunum og séu þar með tilbúnir til fararinnar til Ungverjalands.
- Misstum tökin snemma leiks – grunur um slitið krossband hjá Þóri Inga
- Donni skaut lið TMS Ringsted á kaf
- Viggó og Andri Már skoruðu 15 mörk – Arnar tapaði í hafnarborginni
- Undankeppni EM kvenna ”26: Úrslit leikja
- Gegn sterku liði ÍBV verður að nýta tækifærin sem gefast