- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kröfum Hauka hafnað – úrslitin standa

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Úrslit leiks Hauka og Gróttu í 19. umferð Olísdeild karla í handknattleik sem fram fór á Ásvöllum fimmtudaginn 23. mars standa. Grótta vann leikinn 28:27 eftir viðburðaríkar lokasekúndur.


Dómstóll HSÍ hafnaði í dag báðum kröfum handknattleiksdeildar Hauka sem kærðu framkvæmd leiksins.


Haukar skoruðu mark sem virtist hafa verið dæmt gilt þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka. Markið reyndist ekki vera dæmt gilt þrátt fyrir bendingar dómara hafi e.t.v. gefið það til kynna. Gróttumenn brunuðu fram völlinn í kjölfarið og skoruðu mark sem reyndist vera sigurmark leiksins þegar upp var staðið.


Haukar kröfðust þess aðallega að umrætt mark yrði látið standa og leiknum lyki með jafntefli. Varakrafa Hauka hljóðaði upp á að úrslit leiks yrðu dæmd ógild og leikurinn leikinn á ný. Eins og áður segir var báðum kröfum hafnað.


Í niðurstöðu dómsins segir m.a. „Þó fallast megi á að viðbrögð og bendingar dómara hafi mátt vera ákveðnari þá telur dómurinn ljóst að þeir staðfestu aldrei það mark sem fært var inn á skortöflu sem 28. mark Hauka í leiknum. Það er því niðurstaða dómsins að hafna beri kröfum kæranda í málinu.“

Hér má lesa dóminn í heild sinni.

———-

Haukar hafa lagt inn kæru

Staðan í Olísdeild karla og næstu leikir

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -