- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Krónprinsinn hvatti heimsmeistarana til dáða – Noregur í undanúrslit

Þegar Þórir Hergeirsson fagnar þá er sigurinn í höfn. Hér fagnar hann undir lok leiksins við Hollendinga í átta liða úrslitum HM í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Heims- og Evrópumeistarar Noregs sýndu flestar sínar bestu hliðar í kvöld og tryggðu sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins með því að leggja hollenska landsliðið, 30:23, í átta liða úrslitum í Trondheim Spektrum að viðstöddu fjölmenni, þar á meðal var Hákon krónprins. Sigurinn var innsiglaður með sirkusmarki Henny Reistad þegar 10 sekúndur voru til leiksloka.

Noregur mætir annað hvort Danmörku eða Svartfjallalandi í undanúrslitum í Herning á Jótlandi á föstudaginn.


Norska landsliðið, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:11. Hollendingar skoruðu fjögur síðustu mörk hálfleiksins og komu ákveðnir til leiks í þeim síðari. Veittu þeir norska liðinu keppni framan af. Þegar á leið sýndi norska landsliðið styrk sinni. Silje Solborg átti stórbrotin leik í markinu, varði 42% skota sem á markið kom meðan hún stóð vaktina. Katrine Lunde leysti Solberg af í lokin og varði einnig eins og berserkur.

Helstu kempur norska landsliðsins fagna með áhorfendur eftir að sæti í undanúrslitum HM var í höfn í kvöld. Mynd/EPA

Skogrand var frábær

Stine Skogrand lék vafalítið einn sinn besta leik á landsliðsferlinum. Hún skoraði níu mörk úr níu skotum og var frábær í bakvarðarstöðunni í vörninni. Næst á eftir Skogrand í markaskorun var Ingvild Kristiansen Bakkerud með fimm mörk. Reistad skoraði fjögur.

Tapar ekki tveimur í röð

Þegar norska liðið komst á flug átti hollenska liðið ekki möguleika enda ekki öfundsverðu hlutverki að mæta Noregi eftir tapleik. Noregur tapaði fyrir Frakklandi í lokaumferð í riðlakeppninni og víst að heims- og Evrópumeistararnir ætluðu ekki að tapa öðru sinni í röð á heimavelli.

Fyrsta tapið

Holland hafði unnið allar viðureignir sínar á mótinu til þessa á sannfærandi hátt. Angela Malestein og Dione Housheer skoruðu fjögur mörk hvor og voru markahæstar. Zoë Sprengers og Estavana Polman skoruðu þrjú mörk hvor.

Hollendingar fara á ný til Danmerkur og mæta annað hvort Danmörku eða Svartfjallalandi í krosspili um sæti fimm til átta á föstudaginn í Herning

Fyrr í kvöld vann Frakkland lið Tékklands örugglega í hinni viðureign átta liða úrslita í Þrándheimi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -