- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kukobat fór aftur á kostum – Stjarnan í kröppum dans – úrslit dagsins og staðan

Blær Hinriksson glaður á góðri stund með stuðningsmönnum Aftureldingar eftir sigur í kappleik. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Afturelding fór upp í fjórða sæti Olísdeildar karla með afar sannfærandi sigri á ÍBV á Varmá í kvöld, 31:26, eftir að hafa verið 18:11 að loknum frábærum leik í fyrri hálfleik.
Annan leikinn í röð fór Jovan Kukobat á kostum í marki Aftureldingar. Hann varð 20 skot, 44%, og gerði leikmönnum ÍBV gramt í geði en þeir hafa oft leikið betur en að þessu sinni.

Ekki síst var sóknarleikur ÍBV ekki eins beittur og stundum áður. E.t.v. munaði þar ekki hvað síst um öflugan varnarleik Mosfellinga og framgöngu Kukobats sem svo sannarlega hefur náð sér á strik eftir flutninginn í Mosfellsbæinn.


ÍBV er áfram í þriðja sæti, stigi á eftir Fram sem hefur leikið einum leik fleira.

Velgdu Stjörnunni undir uggum

Harðarmenn á Ísafirði náðu að velgja Stjörnumönnum hressilega undir uggum í TM-höllinni. Hörður var með yfirhöndina í leiknum í 45 mínútur og ljóst að farið var að fara um stuðningsmenn Stjörnunnar. Hörður var marki yfir í hálfleik, 14:15, en náði mest fjögurra marka forskoti, 9:5, í fyrri hálfleik.


Þegar á leið síðari hálfleik tókst leikmönnum Stjörnunnar að komast fram úr og halda stigunum tveimur þegar upp var staðið. Segja má að Garðbæingar hafi sloppið með skrekkinn.


Stjarnan er í sjötta sæti með sex stig eftir sex leiki. Hörður rekur lestina án stiga. Fyrsti sigurinn gæti verið innan seilingar ef marka má frammistöðu liðsins í TM-höllinni að þessu sinni.

Afturelding – ÍBV 31:26 (18:11).
Mörk Aftureldingar: Birkir Benediktsson 6, Blær Hinriksson 6, Árni Bragi Eyjólfsson 5, Einar Ingi Hrafnsson 4, Þorsteinn Leó Gunnarsson 4, Pétur Júnísson 1, Ihor Kopyshynskyi 3, Bergvin Þór Gíslason 2, Pétur Júnísson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 20, 44%.
Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 7, Elmar Erlingsson 5, Dánjal Ragnarsson 3, Dagur Arnarsson 3, Svanur Páll Vilhjálmsson 2, Janus Dam Djurhuus 2, Kári Kristján Kristjánsson 2, Theodór Sigurbjörnsson 1, Sveinn Jose Rivera 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 17, 35,4%.

Stjarnan – Hörður 28:25 (14:15).
Mörk Stjörnunnar: Hergeir Grímsson 5, Starri Friðriksson 5, Leó Snær Pétursson 4/4, Hjálmtýr Alfreðsson 3, Björgvin Þór Hólmgeirsson 3, Pétur Árni Hauksson 3, Brynjar Hólm Grétarsson 2, Arnar Freyr Ársælsson 2, Þórður Tandri Ágústsson 1.
Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 11, 40,7% – Adam Thorstensen 0.
Mörk Harðar: Endijs Kusners 6, Suguru Hikawa 5, Mikel Amilibia Aristi 3, Jón Ómar Gíslason 3, Sudario Eidur Carneiro 3, Daníel Wale Adeleye 2, Jhonatan Cristiano Santos 1, Victor Manuel Iturrino 1, Guilherme Carmignoli Andrade 1.
Varin skot: Roland Lebedevs 8/1, 27,6% – Emanuel Evangelista 3/1, 33,3% – Stefán Freyr Jónsson 0.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -