- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kusners heldur áfram – Kasahara mætir til leiks á ný

Carlos Santos fyrrverandi þjálfari Harðar er orðaður við starf hjá Selfossi. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Japanski handknattleiksmaðurinn Kenya Kasahara gengur á ný til liðs við handknattleikslið Harðar fyrir næsta keppnistímabil eftir árs fjarveru. Hörður segir frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar er einnig að finna önnur gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Ísafjarðarliðsins því lettneski landsliðsmaðurinn Endijs Kusners hefur skrifað undir nýjan samning.

Kusners hefur þegar verið í herbúðum Harðar í þrjú ár og gengið í gegnum súrt og sætt á þeim tíma. Hann skrifaði undir tveggja ára samning.


Kusners skoraði 66 mörk í 18 leikjum með Herði í Olísdeildinni í vetur sem leið en liðið féll og leikur í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð.

Kasahara lék með Herði i Grill 66-deildinni keppnistímabilið 2021/2022 þegar liðið stóð uppi sem sigurvegari í deildinni. Hann skoraði þá m.a. 49 mörk í 20 leikjum og þótti umsvifamikill varnarmaður ofan á annað. Kasahara lék með félagsliði í Póllandi á nýliðinni leiktíð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -