- Auglýsing -
„Það gekk ekkert upp í fyrri hálfleik þrátt fyrir að við værum vel búnir undir leikinn,“ segir Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolti.is í kvöld eftir sex marka tap fyrir Króötum, 32:26, í leik þar sem íslenska landsliðið var langt á eftir frá byrjun til enda í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik.
„Við gerðum síðan mörg mistök í fyrri hálfleik auk þess að fara illa með alltof mörg dauðafæri. Kuzmanović dró síðan tennurnar úr okkur. Þar af leiðandi vorum við átta mörkum undir í hálfleik sem var mjög svekkjandi,“ segir Viggó ennfremur.
Lengra myndskeiðsviðtal við Viggó er að finna hér hér fyrir ofan.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -