- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kveður Flensburg næsta sumar og rær á önnur mið

Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg Handewitt
- Auglýsing -

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson kveður þýska liðið Flensburg-Handewitt næst vor þegar samningur hans við félagið rennur sitt skeið. Flensburg sagði frá þessu í dag. Teitur Örn gekk til liðs við Flensburg haustið 2021 og lék talsvert stórt hlutverk hjá liðinu lengi vel. Ekki kemur fram hvort Teitur Örn hafi ennþá náð samningum við annað lið.

Samið við Dana í staðinn

Fram kemur að Daninn Niclas Kirkeløkke fylli skarð Teits Arnar. Kirkeløkke er um þessar mundir leikmaður Rhein-Neckar Löwen. Landi Kirkeløkke, Nicolej Krickau, tók við Flensburg í sumar.

Það sem af er leiktíðar hefur hlutverk Teits Arnar ekki verið eins stórt og áður þótt hann hafi reyndar náð tveimur góðum leikjum í röð fyrir landsleikjahléið loksins þegar tækifæri gafst til að láta ljósið skína. Undir lok síðari leiksins fékk Teitur Örn þungt högg á annað augað og varð af þeim sökum af þremur síðustu leikjunum fyrir hléið. Hollendingurinn Kay Smits kom til Flensburg í sumar og hefur farið á kostum í sömu stöðu og Teitur Örn.


Til þess hefur Teitur Örn skorað 115 mörk í 66 leikjum fyrir Flensburg, eftir því sem fram kemur í tilkynningu félagsins.
Teitur Örn hefur leikið 36 landsleiki og var síðast í landsliðshópnum í vor í lokaumferðum riðlakeppni Evrópumótsins. Einnig á Teitur Örn að baki tvö stórmót með landsliðinu HM 2019 og EM 2022.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -