- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kvennalandsliðið sækir í sig veðrið – færist upp um þrjú sæti milli ára

Leikmenn íslenska landsliðsins sem unnu fyrsta sigur Íslands Evrópumóti kvenna á sjálfan fullveldisdaginn, 1. desember 2024. F.v. í efri röð: Thea Imani Sturludóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Díana Dögg Magnúsdóttir, Katrín Anna Ásmundsdóttir, Sunna Jónsdóttir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Andrea Jacobsen, Elísa Elíasdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir, Steinunn Björnsdóttir. Neðri röð f.v.: Elín Rósa Magnúsdóttir, Perla Ruth Albertsdóttir, Hafdís Renötudóttir, Dana Björg Guðmundsdóttir, Þórey Rósa Stefánsdóttir. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Kvennalandsliðið í handknattleik er í 18. sæti á nýjum styrkleikalista Handknattleikssambands Evrópu, EHF, sem gefin var út í morgun. Færist Ísland upp um þrjú sæti frá síðasta lista sem gefin var út fyrir ári síðan, fljótlega eftir heimsmeistaramótið og undirstrika þær framfarir sem hafa átt sér stað hjá kvennalandsliðinu á undanförnum árum.

Að þessu sinni er árangur kvennalandsliðsins í undan- og aðalkeppni EM á síðasta ári tekinn með í reikninginn en á móti kemur að árangur í undankeppni EM fellur niður.


Listinn er reiknaður saman eftir stigakerfi þar sem hver þjóð fær stig fyrir þátttöku í undan- og aðalkeppni EM og HM. Fjögur síðustu stórmót eru reiknuð saman. Ísland hefur ekki um langt skeið fengið jafn mörg stig og fyrir árið 2024, alls 40. Fleiri stig færa landsliðið upp um þrjú sæti og styrkir stöðu þess áður en dregið verður í riðla undankeppni EM 20. mars í Búkarest.

Noregur er sem fyrr með nokkra yfirburði í efsta sæti listans enda unnið þrjú af þeim fjórum mótum sem útreikningarnir taka yfir. Heimsmeistarar Frakklands eru í öðru sæti. Þar á eftir koma Danmörk, Svíþjóð, Holland, Þýskaland og Ungverjaland.


Næst fyrir ofan Ísland í 17. sæti er Serbía en Norður Makedónía og Úkraína er skammt á eftir Íslandi.

Ísrael, sem Ísland mætir í umspili um sæti á HM í apríl, er í 30. sæti en alls eru 50 þjóðir á listanum sem sjá má hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -