- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kvöldkaffi: Knorr, Cañellas, Rex, Petriv

Þýski landsliðsmaðurinn Juri Knorr flytur e.t.v. til Álaborgar. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -
  • Því er haldið fram í Bild í dag að þýski landsliðsmaðurinn Juri Knorr hafi náð samkomulagi við danska liðið Aalborg Håndbold og komi til félagsins að ári liðnu eða í síðasta lagi árið 2026. Knorr mun hafa ákvæði í samningi sínum við Rhein-Neckar Löwen um útgönguleið sumarið 2025. Eins eru vangaveltur uppi um hvort stjórnendur Álaborgarliðsins dragi fram tékkheftið í sumar og kaupi upp samning Knorr og munstri pilt upp á skútuna sem eftirmann Mikkel Hansen.
  • Bakhjarlar Aalborg Håndbold hafa áður sýnt að þeir eru loðnir um lófana og tilbúnir að opna veskin gerist þess þörf.
  • Knorr verður 24 ára gamall í maí. Hann er helsta driffjöður RheinNeckar Löwen auk þess að leika stórt hlutverk í þýska landsliðinu. Knorr kom til Rhein-Neckar Löwen frá GWD Minden fyrir þremur árum. Sem táningur var Knorr um skeið hjá Barcelona. Þjóðverinn Maik Machulla tekur við þjálfun Aalaborg Håndbold í sumar. 
  • Spænski handknattleiksmaðurinn Joan Cañellas hefur tilkynnt að hann ætli að rifa seglin í sumar. Verði hann valinn í spænska landsliðið sem tekur þátt í Ólympíuleikunum verða leikirnir í Frakklandi þeir síðustu ár ferlinum. Cañellas verður 38 ára gamall í september. Hann hefur leikið með Kadetten Schaffhausen sumarið 2021. Kom þangað frá Pick Szeged í Ungverjalandi í tíð Aðalsteins Eyjólfssonar sem þjálfara Kadetten.
  • Cañellas er enn ein stórstjarnan síðustu ára sem ætlar að binda enda á feril sinn sem handknattleiksmaður í sumar. Aðrir eru m.a. Nikola Karabatic, Uwe Gensheimer, Andy Schmid, Vincent Gerard og Mikkel Hansen.
  • Danski handknattleiksmaðurinn Mathias Rex hefur ákveðið að gefa kost á sér með hollenska landsliðinu í framtíðinni. Rex, sem er 21 árs, hefur leikið í yngri landsliðum Danmerkur en telur sig ekki eiga möguleika á sæti í A-landsliðinu. Rex leikur með  SønderjyskE en hann lék upp yngri flokka með GOG. Eins og nærri má geta er Rex af hollensku bergi brotinn. 
  • Aganefnd Handknattleikssambands Evrópu hefur úrskurðað Alisa Petriv landsliðskonu Úkraínu í þriggja leikja bann fyrir mjög gróft brot á þýsku landsliðskonunni Alina Grijseels í viðureign Úkraínu og Þýskalands í undankeppni EM á fimmtudagskvöld. Hún var í banni í gær þegar úkraínska landsliðið sótti Slóvakíu heim í lokaumferð undankeppni EM. Petriv tekur einnig út bann í tveimur fyrstu leikjum úkraínska landsliðsins á EM í desember.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -