- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kvöldkaffi: Teitur, Sigvaldi, Elín, Óðinn, Arnar, Tryggvi

Teitur Örn Einarsson landsliðsmaður og leikmaður Flensburg. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
 • Teitur Örn Einarsson er ennþá frá keppni vegna tognunar í nára og lék þar af leiðandi ekki með Flensburg í dag þegar liðið vann THW Kiel í grannaslag þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag, 33:26. Meiðslin urðu til þess að Teitur Örn varð að draga sig úr landsliðinu fyrir æfinga- og keppnisferðina til Aþenu á dögunum. 
 • Teitur Örn tók þátt í upphitun liðsins fyrir leikinn en læknar Flensburg treystu honum ekki til að spila
 • Viðureign Kiel og Flensburg fór fram í Wunderino Arena í Kiel. Flensburg réði lögum og lofum í leiknum frá upphafi til enda. Með sigrinum treysti Flensburg stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar. Stöðuna í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla og í fleiri deildum í evrópskum handknattleik er að finna hér
 • Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, þegar Kolstad vann Elverum, 29:28, á heimavelli í þriðju síðustu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Kolstad varð þar með norskur meistari í handknattleik karla annað árið í röð. Liðið hefur sex stiga forskot á Elverum sem er í öðru sæti þegar liðin eiga tvo leiki eftir hvort.
 • Litlu mátti muna að Elverum jafnaði metin skömmu fyrir leikslok. Thorbjøn Bergerud markvörður Kolstad varði vítakast frá Tobias Grøndahl leikmanni Elverum og samherja sínum í norska landsliðinu.
 • Elín Jóna Þorsteinsdóttir og liðsfélagar hennar í EH Aalborg luku keppni í dag í næsta efstu deild danska handknattleiksins með sigri á HØJ, 25:24, á heimavelli. EH Aalborg vann deildina með yfirburðum, hlaut 40 stig af 44 mögulegum og leikur í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, eins og handbolti.is sagði frá fyrir nokkru síðan. Um mánuður er liðin síðan EH Aalborg tryggði sér efsta sætið og keppnisrétt í úrvalsdeildinni á ný eftir fjögurra ára veru í næst efstu deild. 

  Stolt yfir að vera hluti af liði sem náði langþráðu markmiði
 • Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 10 mörk í 11 skotum þegar lið hans Kadetten Schaffhausen vann CS Chênois Genève Handball, 35:25, í A-deild svissneska handknattleiksins í dag. Kadetten er lang efst í deildinni og á deildarmeistaratitilinn vísan. 
 • Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði þrjú mörk fyrir Amo HK í tveggja marka tapi liðsins fyrir Ystads IF HF, 32:30, á heimavelli í dag í 25. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Amo er í 10. sæti af 14 liðum deildarinnar. 
 • Tryggvi Þórisson og félagar í IK Sävehof töpuðu með sex marka mun, 34:28, fyrir IFK Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Tryggvi skoraði ekki að þessu sinni. IK Sävehof er í efsta sæti deildarinnar. Stöðuna í sænsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -