- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kyndill meistari í fyrsta sinn í 18 ár

Leikmenn Kyndils kátir eftir að hafa tekið við færeyska meistarabikarnum í kvöld. Ljósmynd/Hondbóltssamband Føroya
- Auglýsing -


Kyndill varð Færeyjameistari í handknattleik karla í kvöld eftir sigur á H71, 24:23, í fimmta úrslitaleik liðanna í Høllinni á Hálsi í kvöld. Þetta er fyrsti meistaratitill Kyndils í karlaflokki í 18 ár og verður honum ærlega fagnað. Um leið var þetta í 31. sinn sem Kyndill verður meistari. Ekkert félag hefur oftar orðið meistari í karlaflokki í Færeyjum.


Kyndilsmenn unnu einnig deildarmeistaratitilinn.

H71 hefur verið með jafnbesta liðið í færeyskum handknattleik undanfarin ár.

H71 var marki yfir í hálfleik, 10:9. Í upphafi síðari hálfleiks bitu Kyndilsmenn í skjaldarrendur og náðu fjögurra marka forskoti, 19:15, þegar síðari hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður.

Hoyvikingar bitu frá sér á síðustu mínútum en tókst ekki að koma í veg fyrir nauman sigur Kyndils.


Úrslit leikjanna í úrslitaeinvíginu:
Kyndill – H71 28:29.
H71 – Kyndill 31:33.
Kyndill – H71 28:23.
H71 – Kyndill 34:31.
Kyndill – H71 24:23.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -