- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kynningu á EM-hópnum frestað um sólarhring

Það bíður morgundagsins á vita hverjar verða í EM-hópnum sem hefur þátttöku 29. nóvember. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Kynningu á EM-hóp kvenna í handknattleik, sem fram átti að fara með blaðamannafundi HSÍ klukkan 14 í dag, hefur verið frestað um sólarhring. Fundurinn verður í staðinn klukkan 14 á morgun, miðvikudag, í höfuðstöðvum Icelandair.


Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði við handbolti.is fyrir stundu að því miður hafi verið óhjákvæmilegt að fresta fundinum með innan við hálftíma fyrirvara vegna eins atriðis sem ekki hafi náðst að ljúka við. Vildi Róbert Geir ekki fara út í hverskyns það væri en það mun ekki snúa að landsliðshópnum sem slíkum enda hafi Arnar lokið við að velja leikmenn og hafa samband við þá.

Evrópumót kvenna í handknattleik hefst í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi 28. nóvember. Ísland er með í fyrsta sinn í 12 ár. Upphafsleikur Íslands á mótinu verður gegn Hollandi 29. nóvember klukkan 17. Eftir það taka við viðureignir gegn Úkraínu og Þýskalandi, 1. og 3. desember.

A-landsliðs kvenna – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -