- Auglýsing -
Kúveit, sem Aron Kristjánsson þjálfar, vann einstaklega öruggan 46:12 sigur á Indlandi í fyrstu umferð forkeppni HM 2026 á Asíumótinu í Kúveit í gær.
Kúveit er í C-riðli og mætir næst Hong Kong á morgun. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru einnig í riðlinum.
Óhætt er að segja að Indland hafi ekki reynst mikil fyrirstaða fyrir Kúveit enda var staðan 26:6 í hálfleik. Heimamenn unnu að lokum 34 marka sigur.
Um fyrsta stórmót Arons er að ræða við stjórnvölin hjá Kúveit, sem hann tók við síðasta vor.
- Auglýsing -


