- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lærisveinar Guðjóns Vals vinna deildina

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari þýska handknattleiksliðsins Gummersbach. Mynd/Vfl Gummersbach, Facebook
- Auglýsing -

Gummersbach, liðið sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, tryggði sér í dag sigur í þýsku 2. deildinni í handknattleik með stórsigri á Ludwigshafen, 32:21, á heimavelli. Fyrr í vikunni var liðið öruggt um sæti í 1. deild á næstu leiktíð. Þótt liðið eigi enn fjóra leiki eftir getur ekkert þeirra liða sem á eftir eru komist upp fyrir Gummersbach sem hefur 13 stiga forskot.


Gummersbach féll í fyrsta sinn í sögunni úr þýsku 1. deildinni vorið 2019 og hefur síðan verið í 2. deild. Liðið er eitt það rótgrónasta og sigursælasta í þýskum handknattleik.


Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark í leiknum í dag auk þess sem hann lét til sín taka í vörninni. Hákon Daði Styrmisson sem gekk til liðs við Gummersbach fyrir ári sleit krossband um áramót og verður klár í slaginn þegar kemur eitthvað inn á næsta keppnistímabil í 1. deild.

Vonin lifir hjá EHV Aue

EHV Aue, sem tveir Íslendingar leika með, er í allt annarri stöðu. Það berst við að forðast fall úr deildinni. Í dag vann liðið kærkominn sigur á Eintracht Hagen, 32:29, á heimavelli Hagen. Engu að síður rekur Aue lestina í deildinni ásamt Emsdetten þegar fjórar umferðir eru eftir. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði þrjú mörk fyrir Aue í dag auk þess sem hann átti fjórar stoðsendingar.



Færeyingurinn, Áki Egilsnes, sem lék um árabil með KA skoraði einnig þrjú mörk. Markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson kom nánast ekkert við sögu í leiknum.


Hvorki Anton Rúnarsson né Örn Vésteinsson Östenberg skoruðu mark fyrir Emsdetten í eins marks tapi fyrir Tusem Essen, 30:29, á heimavelli í dag.

Staðan í þýsku 2. deildinni:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -