- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lærisveinar Sola kjöldregnir í Barcelona

Aron Pálmarsson. Mynd/Barcelona
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson og samherjar í spænska stórliðinu Barcelona kjöldrógu lærisveina Vlado Sola í PPD Zagreb í kvöld í B-riðli Meistaradeildar Evrópu og unnu með 18 marka mun, 45:27, í mikilli markaveislu í Katalóníu. Óhætt er að segja að þjálfaraferill Sola byrji ekki vel hjá Zagreb-liðinu en hann tók við stjórninni í síðustu viku eftir að önnur króatísk handboltagoðsögn, Igor Vori, mátti axla sín skinn eftir hvert tapið á fætur öðru.

Ekki stóð steinn yfir steini hjá Zagreb-liðinu. Aron og félagar léku sér að því eins og köttur að mús. Eftir fyrri hálfleikinn var munurinn 11 mörk, 24:13 og voru gestirnir á tíðum eins áhorfendur fremur en þátttakendur í leiknum.

Aron skoraði fimm mörk í jafn mörgum skotum auk þess að eiga allmargar stoðsendingar. Frakkinn Dika Mem var markahæstur hjá Barcelona-liðinu en hann er í fantaformi um þessar mundir. Hann skoraði átta mörk og brást aðeins bogalistin einu sinni. Alexei Gómez var næstur með sjö mörk og Portúgalinn ungi, Luís Diogo Sousa Frade, skoraði í sex skipti.

Aleks Vlah skoraði sex mörk fyrir Zagreb og var markahæstur.

Barcelona hefur þar með unnið fjóra fyrstu leiki sína í B-riðli Meistaradeildarinnar eins og Aalborg og Veszprém.

Barcelona á að sækja Veszprém heim eftir viku.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -