- Auglýsing -
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar í IFK Skövde fengu ekki draumabyrjun í úrslitakeppninni um sænska meistaratitilinn í handknattleik í kvöld á heimavelli. Þeir töpuðu fyrir Ystads IF með tveggja marka mun, 30:28, eftir að hafa verið þremur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 16:13.
Bjarni Ófeigur skoraði fjögur mörk, átti tvær stoðsendingar og var einu sinni vísað af leikvelli.
Liðin mætast öðru sinni í Ystad á laugardaginn og þriðja viðureignin verður í Skövde á þriðjudaginn. Liðið sem fyrr vinnur þrisvar sinnum verður sænskur meistari.
Skövde hefur aldrei orðið sænskur meistari í handknattleik karla og 30 ár eru liðin í vor frá síðasta meistaratitli Ystads-liðsins.
- Auglýsing -