- Auglýsing -
- Auglýsing -

Landsliðið er mætt til Aþenu – vinnan heldur áfram

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari leggur línurnar fyrir æfinguna í morgun með Ómar Inga Magnússyni, Viggó Kristjánssyni, Hauki Þrastarsyni og Andra Má Rúnarssyni. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik kom til Aþenu í laust fyrir miðnætti í gærkvöld ásamt þjálfurum og aðstoðarfólki hvar dvalið verður fram á sunnudag við æfingar og keppni. Tveir leikmenn, Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason, lentu í vandræðum með flug frá Þýskalandi til Aþenu en skila sér á áfangastað síðar í dag að sögn Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara þegar handbolti.is heyrði í honum fyrir hádegið.

Leikir á föstudag og laugardag

Snorri Steinn var þá nýkominn með sveit sína af æfingu þegar handbolti.is sló á þráðinn. Dagurinn var tekinn snemma í Aþenu enda veitir ekki af því að nýta tímann saman eins vel og kostur er. Önnur æfing verður síðar í dag. Þannig munu næstu dagar líða við æfingar og fundi áður en kemur að tveimur vináttuleikjum við Grikki á föstudag klukkan 14 og laugardag klukkan 17.15.

Undirbúningur fyrir umspilið

„Fyrst og fremst er gott að hitta leikmenn aftur, stilla saman strengina og ræða við þá, fara yfir Evrópumótið og fleira. Til viðbótar þá verðum við að fara yfir málin og búa okkur eins vel og við getum undir leikina í umspili HM sem fram fara í maí vegna þess að okkar markmið er hreint og klárt að vera með á HM á næsta ári. Undirbúningtíminn sem við fáum fyrir leikina í maí verður ekki langur,“ sagði Snorri Steinn og bætti við.

Blendnar tilfinningar

„Auðvitað erum blendnar tilfinningar yfir að vera ekki í forkeppni Ólympíuleikanna þessa vikuna en við því er ekkert að gera,“ sagði Snorri Steinn sem er með talsvert breyttan hóp frá Evrópumótinu í janúar. Nokkrir leikmenn urðu að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Alls eru 12 leikmenn úr EM-hópnum í Aþenu.

Nýtum tímann sem gefst

„Það segir sig sjálft að þegar æfingavikur landsliðsins eru ekki margar yfir árið þá er nauðsynlegt að nýta þær og nýta þær vel. Við erum enn að vinna saman við að finna rythma í liðinu undir minni stjórn.“

Erum með ákveðinn kjarna

„Einn angi af þessu er að breikka hópinn, koma fleirum að, láta menn kynnast hver öðrum og okkur þjálfurunum. Við erum með ákveðinn kjarna af leikmönnum hér ytra sem við vinnum með. Fókusinn er alltaf á ákveðna lykilmenn. Framundan eru æfingaleikir og þeir eru góðir til þess að stækka hópinn að ákveðnu leyti,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik í samtali við handbolta.is fyrir hádegið.

Tengdar fréttir:

Tveir leiki í Grikklandi í mars – Aron og Bjarki fá frí – Orri, Þorsteinn og Teitur koma inn í hópinn

Ágúst Elí leysir Viktor Gísla af gegn Grikkjum

Snorri Steinn valdi nýliða í stað tveggja sem heltust úr lestinni

Teitur Örn hrökk úr skaftinu – Arnór Snær kallaður til Aþenu

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -