Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ segir að sala á nýja landsliðsbúninginum handknattleik hefjist væntanleg upp úr miðjum þessum mánuði. Hann vonast til þess að HSÍ geti tilkynnt um söluna öðru hvorum megin við næstu helgi og þá hvar búningarnir verða til sölu.
Síðasti hluti búningapöntunarinnar er væntanlegur til landsins í fyrri hluta þessarar viku. Þá verði farið í merkja alla búningana sem verða fáanlegir í karla- og kvennasniði auk barnabúninga.
„Við stefnum á að vera með nóg að búningum í öllum stærðum karla, kvenna áður en HM kvenna hefst síðar í þessum mánuði. Einnig ætlum við að tryggja að búningarnir verði til sölu fyrir jólin,“ sagði Róbert Geir við handbolta.is.
Róbert sagði ekki liggja fyrir hvernig sölunni yrði háttað. Það væri einn þeirra enda sem lokið yrði við að hnýta áður en HSÍ sendir frá sér tilkynningu.
Margir eru orðnir eftirvæntingafullir að eignast nýja búninginn fyrir stórmótin tvö sem framundan eru, HM kvenna og EM karla. Eins og áhorfendur á leikjum Íslands og Þýskalands tóku e.t.v. eftir eru búningarnir nokkuð breyttir frá fyrri adidas-búningum sem landsliðin léku í á síðasta tímabili og fram á þetta tímabil.





