- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Landsliðskonur standa vel að vígi eftir fyrri leikinn

Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskonur og leikmenn Blomberg-Lippe. Ljósmynd/Weib‘z Fotografie
- Auglýsing -


Blomberg-Lippe, liðið sem Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir leika með, stendur afar vel að vígi eftir níu marka sigur á TuS Metzingen, 30:21, í fyrri viðureign liðanna í síðari umferð forkeppni Evrópudeildar kvenna í handknattleik sem fram fór í Sporthalle an der Ulmenallee í Blomberg í dag. Síðari viðureignin fer fram á heimavelli Metzingen í suður Þýskalandi eftir viku en samanlagður sigurvegari kemst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem hefst eftir áramóti í fjórum fjögurra liða riðlum.


Andrea skoraði fimm mörk í átta skotum fyrir Blomberg-Lippe í leiknum og átti þrjár stoðsendingar. Díana Dögg skoraði eitt mark.

Sandra Erlingsdóttir skoraði eitt mark fyrir Metzingen.

Norska liðið Sola tryggði sér í dag sæti í riðlakeppninni með öðrum sigrinum á LC Brühl frá Sviss á jafnmörgum dögum. Samanlagður sigur, 70:55.

Önnur úrslit í fyrri umferð:
IK Sävehof – KGHM MKS Zaglebie Lubin 30:28 (14:14).
Larvik – KPR Gminy Kobierzyce 30:29 (15:16).
HC Lokomotiva Zagreb – Bm Elche 21:28 (10:11).
Dijon Handball – ZRK Zrinski Cakovec 43:12 (24:9).
Borussia Dortmund – DHK Banik Most 36:32 (18:14).
Thüringer HC – Vác 34:22 (17:11).
SCM Ramnicu Valcea – DVSC Schaeffler 33:31 (20:15).
MKS FunFloor Lublin – Amara Bera Bera 23:19 (11:12).
H65 Höörs HK – Paris 92 25:30 (14:17).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -