Fredericia HK, liðið sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar, komst inn á sigurbraut á nýjan leik í gær eftir tvo tapleiki í röð í dönsku úrvalsdeildinni. Fredericia HK vann Grindsted GIF, 35:29, á útivelli. Landsliðsmaðurinn Einar Þorsteinn Ólafsson, sem gengur til liðs við HSV Hamburg í sumar, var ekki í leikmannahópi Fredericia HK í gær.
Fredericia HK var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 18:16. Sigurinn færði Fredericia HK upp í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar, alltént í bili, tveimur stigum fyrir ofan Skanderborg AGF sem Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikur með með.
Grindsted GIF er næst neðst með átta stig þegar liðið á fjóra leiki eftir. Kolding hefur einnig átta stig en á leik inni á nýliðana. Ribe-Esbjerg er tveimur stigum ofar.
Staðan í dönsku úrvalsdeildinni: