- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Landsliðsmennirnir unnu í lokaumferð A-riðils

Thomas Arnoldsen leikmaður Aalborg reynir að stöðva Hauk Þrastarson í leiknum í Álaborg í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Haukur Þrastarson og samherjar hans í pólska meistaraliðinu Industria Kielce höfnuðu í fjórða sæti í A-riðli Meistaradeildar Evrópu en keppni í riðlinum lauk í kvöld. Industria Kielce gerði jafntefli við Aalborg Håndbold, 35:35, í Álaborg í lokaumferðinni. Haukur skoraði eitt mark og var einu sinni vikið af leikvelli.

Alex Dujshebaev var markahæstur Kielce-manna í leiknum með átta mörk. Igor Karacic og Dylan Nahi skoruðu sex mörk hvor. Mads Hoxner átti stórleik fyrir Aalborg og skoraði 12 mörk. Aleks Vlah var næstur með sex mörk.

Kiel varð efst í riðlinum og Aalborg hafnaði öðru sæti. Bæði lið sitja yfir í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar en mæta til leiks í átta liða úrslitum. PSG, Industria Kielce, RK Zagreb og Pick Szeged taka þátt í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar og mæta liðum úr B-riðli þar sem keppni lýkur annað kvöld.

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði átta mörk og var næst markahæstur hjá Kolstad þegar liðið vann Eurofarm Pelister, 34:27, í Þrándheimi í kvöld. Sigurinn dugði Kolstad ekki til þess að komast áfram. Það lá reyndar fyrir áður en viðureignin hófst í kvöld. Pelister situr einnig eftir enda stigalaust í neðsta sæti A-riðils.

Lokastaðan í A-riðli:

THW Kiel141022410:37922
Aalborg14833430:38219
PSG14815431:41217
Kielce14644413:40216
RK Zagreb14626373:37314
Pick Szeged14617401:41413
Kolstad14518393:40111
E. Pelister140014333:4210
  • Efstu tvö liðin fara beint í átta liða úrslit.
  • Liðin í þriðja til og með sjötta sæti taka sæti í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar og mæta liðum úr B-riðli. Keppni í B-riðli lýkur annað kvöld (fimmtudag).
  • Tvö neðstu liðin eru úr leik í Meistaradeildinni.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -