- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Langþráður sigur hjá Blæ og liðsfélögum

- Auglýsing -

Blær Hinriksson og félagar fögnuðu fyrsta sigri sínum á keppnistímabilinu í þýsku 1. deildinni í kvöld er þeir lögðu HSV Hamburg á heimavelli, 29:27. Leipzig færðist upp að hlið Wetzlar með fimm stig en liðin eru í tveimur neðstu sætum deildarinnar.


Lengi hefur verið beðið eftir fyrsta sigrinum hjá leikmönnum Leipzig, eins og nærri má geta. Þeir voru yfir í hálfleik, 15:13.
Blær skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu. Dean Bombač, nýr liðsmaður Leipzig, skoraði tvö mörk. Markahæstur var Franz Semper með átta mörk.

Fjórða leikinn í röð var Einar Þorsteinn Ólafsson var ekki með HSV Hamburg vegna meiðsla. Danirnir Nicolaj Jørgensen og Frederik Bo Andersen voru markahæstir með níu og sjö mörk.


TSV Hannover-Burgdorf vann Wetzlar með tíu marka mun, 38:28, í Buderus Arena Wetzlar. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.

Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -