- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Laus úr prísundinni og klár í ólympíuslaginn

Carmen Martín getur leikið með spænska landsliðinu á ÓL. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það berast sem betur fer ekki eingöngu neikvæðar fréttir í aðdraganda Ólympíuleikanna í Tókýó um fjölgun kórónuveirusmita og að íþróttamenn séu á heimleið eftir að hafa verið snúið við á landamærum eða dúsi í einangrun í Ólympíuþorpinu.


Fyrirliði spænska kvennalandsliðsins í handknattleik, Carmen Martín, fékk í dag grænt ljós á að fara til móts við samherja sína í Ólympíuþorpinu eftir að hafa fengið neikvæða niðurstöðu öðru sinni eftir PCR-skimun.

Martín reyndist jákvæð við skimun við komuna til Tókýó fyrir viku og aftur daginn eftir. Hún var hinsvegar neikvæð við þriðju skimun á laugardaginn. Fjórða skimun var í gær og niðurstaðan birtist í morgun að japönskum tíma. Reyndist hún einnig neikvæð.


Martín var að vonum í sjöunda himni vegna fregnanna. „Tókýó, þú losnar ekki við mig,“ sagði hún á Instagram síðu sinni ásamt mynd þar sem hún veifar vegbréfi sínu.


Martín verður þar með klár í slaginn með spænska landsliðinu þegar það mætir sænska landsliðinu í fyrstu umferð handknattleikskeppni Ólympíuleikanna á sunndagskvöld að japönskum tíma.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -