- Auglýsing -
- Auglýsing -

Laus úr sóttkví – reiðbúinn í umdeilda leiki gegn liði föður síns

Simon Pytlick í leik með danska landsliðinu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danski landsliðsmaðurinn Simon Pytlick er laus úr sóttkví eftir að niðurstaða úr sýnatöku í gærkvöld leiddi í ljós í morgun að um gamalt smit af covid er um að ræða. Pytlick var sendur í einangrun í gærmorgun eftir að hafa greinst með covidveiruna við sýnatöku daginn áður þegar danska landsliðið kom saman til fyrstu formlegu æfingar fyrir heimsmeistaramótið.


Eins og nærri má geta var þungu fargi létt af Pytlick. Hann getur þar með tekið til óspilltra málanna við æfingar með félögum sínum í danska landsliðinu. Danir hafa orðið heimsmeistarar á tveimur síðustu mótum og geta orðið fyrsta þjóðin til þess að vinna HM þrisvar í röð.

Leikjadagskrá HM – smellið hér.


Pytlick er nýliði í danska HM-hópnum. Hann hefur leikið afar vel með meistaraliðinu GOG tvö síðustu tímabil.

Umdeildir landsleikir framundan

Um helgina standa fyrir dyrum tveir vináttuleikir hjá danska landsliðinu gegn Sádi Arabíu í Óðinsvéum og Kaupmannahöfn. Faðir Simons, Jan Pytlick, er þjálfari landsliðs Sádi Arabíu. Hann var harðlega gagnrýndur í Danmörku fyrir að taka starfið á síðasta ári. Einnig eru leikirnir tveir sem framundan eru mjög umdeildir í Danmörku. Forráðamenn danska handknattleikssambandsins sverja af sér að fá greitt fyrir að mæta sádi arabíska landsliðinu. Segja þeir rökrétt að mæta landsliðinu til þess að búa danska landsliðið undir viðureignir við Barein og Túnis í riðlakeppni HM. Til eru þeir sem gleypa skýringarnar ekki hráar.

Danskir fjölmiðlar segja frá því í morgun að vegna skattareglna megi Jan Pytlick ekki stýra danska landsliðinu í leikjunum. Aðstoðarmaður hans, Morten Soubak, má það hinsvegar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -