- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lazarov tekur við landsliði Norður-Makedóníu

Kiril Lazarov er að taka við landsliði Norður-Makedóníu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Kiril Lazarov fremsti handknattleiksmaður sem Norður-Makedónía hefur alið af sér og einn fremsti handknattleiksmaður síðari tíma hefur verið ráðinn þjálfari karlalandsliðs heimalands síns. Hann skrifaði undir samning á dögunum en tilkynnt var um ráðninguna í morgun. Lazarov verður einnig leikmaður landsliðsins til að byrja með. Lazarov, sem stendur á fertugu, hyggst leggja keppnisskóna á hilluna við lok leiktíðar í vor.


Lazarov tekur síðan að fullu við sem landsliðsþjálfari þegar hann hefur lokið við Master coach-þjálfaranámið sem hann vinnur að um þessar mundir. Um leið og náminu verður lokið tekur við fjögurra ára samningur Lazarov um að verða landsliðsþjálfari karlalandsliðs Norður-Makedóníu. Meðan hann er að ljúka námi mun annar þjálfari verða landsliðsþjálfari að nafninu til. Lazarov mun vinna með honum.

Lazarov á að baki 207 landsleiki sem hann hefur skoraði í 1.443 mörk.


Danilo Brestovac, sem hefur verið landsliðsþjálfari um nokkurt skeið, sagði starfi sínu lausu eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í síðasta mánuði. Norður-Makedóníumenn tóku sæti á HM á elleftu stundu eftir að Tékkar heltust úr lestinni með sitt lið vegna kórónuveirunnar.


Fyrsti leikur Norður-Makedóníumanna undir stjórn Lazarov verður gegn heimsmeisturum Dana í Skopje 11. mars í undankeppni EM.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -