- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leika til úrslita þriðja árið í röð

Leikmenn Barcelona unnu Meistaradeildina sem lauk á sunnudaginn. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistarar Barcelona leika við Łomża Vive Kielce í úrslitum Meistaradeildar karla á morgun eftir að hafa unnið THW Kiel, 34:30, í undanúrslitum í Lanxess-Arena í Köln í dag. Barcelona var marki yfir í hálfleik, 19:18. Liðið fór hinsvegar á kostum í síðari hálfleik, ekki síst í vörninni auk þess sem Perez de Vargas markvörður vaknaði af værum blundi.


Barcelona getur þar með orðið fyrsta liðið til þess að vinna Meistaradeild karla tvö ár í röð eftir að núverandi keppnisfyrirkomulag var tekið upp vorið 2010 með því að leika til undanúrslita og úrslita á einni helgi í Köln.

Þess má geta til gamans og ekki síður til fróðleiks að Kielce og Barcelona mættust í tvígang í riðlakeppni Meistaradeildar í vetur sem leið. Kielce vann báðar viðrueignir.


Leikurinn á morgun verður þriðji úrslitaleikur Barcelona í röð í Meistaradeild Evrópu og sextándi úrslitaleikur liðs félagsins í Meistaradeild og Evrópukeppni meistaraliða eins og keppnin kallaðist áður.


Kiel leikur við Veszprém í undanúrslitum Meistaradeildar á morgun.


Mörk THW Kiel: Patrick Wiencek 7, Harald Reinkind 6, Domagoj Duvnjak 3, Niclas Ekberg 3, Steffen Weinhold 3, Miha Zarabec 2, Sven Ehrig 2, Magnus Landin 1, Bjarte Myrhol 1, Rune Dahmke 1, Mykola Bilyk 1.
Varin skot: Niklas Landin 6, 17% – Dario Quenstedt 0.

Mörk Barcelona: Aleix Gomez 12, Dika Mem 4, Timothey N´guessan 3, Angel Fernandez 3, Haniel Langaro 3, Luka Cindric 3, Blaz Janc 2, Ludovic Fabregas 2, Aitor Arino 1, Youssef Ben Ali 1.
Varin skot: Perez de Vargas 11, 29%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -