Íslendingarnir í Ribe-Esbjerg leika um bronsverðlaunin í dönsku bikarkeppninni í handknattleik á morgun. Ribe-Esbjerg tapaði í dag fyrir Skjern í undanúrslitum að viðstöddum 7.500 áhorfendum í Jyske Bank Boxen í Herning, 32:26.
Andstæðingur Ribe-Esbjerg verður lið Bjerringbro/Silkeborg sem tapaði naumlega fyrir GOG, 36:35, í hinni viðureign undanúrslitanna.
Elvar Ásgeirsson skoraði fjögur mörk og átti eina stoðsendingu og var með betri leikmönnum Ribe-Esbjerg. Ágúst Elí Björgvinsson,markvörður, varði fimm skot í marki Ribe-Esbjerg og tók sig til og skoraði einnig eitt mark. Lítið kvað að Arnari Birki Hálfdánssyni.
Leikmenn Ribe-Esbjerg áttu undir högg að sækja frá upphafi til enda. Þeir voru þremur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 14:11. Svíinn Alfred Jönsson var öflugur eins og í síðustu leikjum liðsins. Hann skoraði átta mörk. Norðmaðurinn Eivind Tangen var næstur með sjö mörk.
Elvar var markahæstur hjá Ribe-Esbjerg ásamt Marcs Mørk og Magnus Haubro.