Ákveðnir hafa verið leikdagar og leiktímar Vals í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar kvenna í handknattleik og Selfoss í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar. Kvennalið Selfoss tekur þátt í Evrópukeppni félagsliða í fyrsta sinn.
Byrja í Hollandi
Fyrri viðureign Vals og hollenska liðsins JuRo Unirek VZV í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar verður laugardaginn 27. september á heimavelli JuRo Unirek VZV. Síðari viðureignin verður í N1-höllinni á Hlíðarenda laugardaginn 5. október.
Sigurliðið í viðureign Vals og JuRo Unirek VZV mætir þýska liðinu Blomberg-Lippe í næstu umferð á eftir.
Grikkland í lok september
Selfossliðið leikur einnig á útivelli laugardaginn 27. september gegn AEK Aþenu í annarri umferð Evrópbikarkeppni kvenna. Liðin mætast öðru sinni í Sethöllinni á Selfossi laugardagskvöldið 5. október.
Sigurliðið úr viðureign Selfoss og AEK kemst í þriðju umferð Evrópubikarkeppninnar þegar Haukar mæta m.a. til leiks.
Stjarnan heima 6. september
Áður hefur komið fram að Stjarnan og rúmenska liðið CS Minaur Baia Mare eigast við 30. ágúst í Rúmeníu í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar karla í handknattleik. Síðari viðureigninni verður laugardaginn 6. september í Hekluhöllinni.
Leikdagar FH og tyrkneska liðsins Nilüfer BSK í annarri umferð Evrópubikarkeppni karla hafa ekki verið fastsettir ennþá. Leikirnir eiga að fara fram upp úr miðjum október.