Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur gefið út leikjadagskrá og staðfesta leiktíma fyrir átta liða úrslit Meistaradeildar kvenna í handknattleik. Þau hefjast laugardaginn 29. apríl kl. 14 þegar ungverska liðið FTC tekur á móti franska liðinu Metz. Síðasti leikurinn verður sunnudaginn 7. maí þegar að CSM Búkaresti mætir Esbjerg í rúmensku höfuðborginni.
Dönsku liðin, Esbjerg og Odense, leika á heimavelli í fyrri umferðinni í viðureignum sínum. Polivalenta Arena höllin í Búkarest mun hýsa leiki báðar helgarnar. Rapid Búkaresti tekur á móti Vipers sunnudaginn 30. apríl. CSM tekur á móti Esbjerg viku seinna.
Þau fjögur lið sem komust í átta liða úrslitin í gegnum útsláttarkeppnina, Esbjerg, FTC, Odense og Rapid munu eiga heimaleiki fyrri helgina gegn liðum sem sátu yfir í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar, CSM, Metz, Györ og Evrópumeisturum tveggja síðustu ára, Vipers Kristiansand.
Sigurvegararnir úr þessum viðureignum öðlast sæti í Final4 helginni sem að venju fer fram í Búdapest. Að þessu sinni helgina 3. – 4. júní.
8-liða úrslit, fyrri leikir:
Laugardagur 29. apríl kl. 14: FTC – Metz.
Laugardagur 29. apríl kl. 16: Odense – Györ.
Sunnudagur 30. apríl kl. 12: Rapid Búkaresti – Vipers.
Sunnudagur 30. apríl kl. 14: Esbjerg – CSM Búkaresti.
Seinni leikir:
Laugardagur 6. maí kl. 14: Vipers – Rapid Búkaresti.
Laugardagur 6. maí kl. 16: Györ – Odense.
Sunnudagur 7. maí kl. 12: Metz – FTC.
Sunnudagur 7. maí kl. 14: CSM Búkaresti – Esbjerg.
Allir leikir verða sýndir á EHFTV.