Það verður líf og fjör á Íslandsmótinu í handknattleik í dag. Sex leikir verða á dagskrá, þar af þrír í Olísdeild kvenna. Meðal leikja verður toppslagur á milli KA/Þór og Fram sem eru tvö af fjórum efstu liðum deildarinnar. Leikið verður í KA-heimilinu klukkan 15. KA/Þór og Valur skildu jöfn á þriðjudagskvöld og ljóst í þeim leik að KA/Þór er svo sannarlega mætt til leiks í þeim tilgangi að vera í toppbaráttu.
Einn leikur fer fram í Olísdeild karla. Haukar leika í fyrsta sinn síðan í október þegar þeir taka á móti Þórsurum frá Akureyri. Þórsliðið velgdi Valsmönnum hressilega undir uggum á mánudagskvöldið.
Einnig standa fyrir dyrum leikir í Grill 66-deildum karla og kvenna.
Eins og fyrri daginn verður leikið fyrir luktum dyrum. Eitthvað af leikjunum verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu í sjónvarpi eða á netinu.
Olís kvenna:
15.00 KA/Þór – Fram – sýndur á Stöð2sport
15.00 FH – ÍBV
18.00 HK – Valur – sýndur á Stöð2sport
Olís karla:
17.00 Haukar – Þór – sýndur á Haukartv.
Grill kvenna:
14.00 Grótta – Selofss sýndur á Gróttutv.
Grill karla:
15.30 HK – Valur U
Staðan í Olísdeild karla og kvenna.
Staðan í Grill 66-deild karla og Grill 66-deild kvenna.
- Auglýsing -