- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leikjadagskrá undanúrslita – fyrsti leikur á sunnudaginn

Fjör verður í Sethöllinni í dag þegar leikið verður til úrslita á Ragnarsmótinu í handknattleik karla. Mynd/J.L.Long

Hafist verður handa við að leika í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik á sunnudaginn. Haukar og ÍBV mætast á Ásvöllum klukkan 17 á sunnudag. Daginn eftir verður fyrsta viðureign Vals og Selfoss í Origohöllinni klukkan 19.30.


Vinna þarf þrjá leiki í undanúrslitum til að öðlast sæti í úrslitum.

Leikdagar í undanúrslitum

Haukar – ÍBV:
Ásvellir, sunnudagur 1. maí kl. 17.
Vestmannaeyjar miðvikudaginn 4. maí kl. 18.
Ásvellir laugardaginn 7. maí kl. 16.
Vestmannaeyjar þriðjudaginn 10. maí kl. 18.
Ásvellir föstudaginn 13. maí kl. 19.30.


Valur – Selfoss:
Origohöllin mánudaginn 2. maí kl. 19.30.
Sethöllin fimmtudaginn 5. maí kl. 19.30.
Origohöllin sunnudaginn 8. maí kl. 19.30.
Sethöllin miðvikudaginn 11. maí kl. 19.30.
Origohöllin föstudaginn 13. maí kl. 19.30.


Síðustu leikirnir falla niður ef ekki kemur til oddaleikja, svo dæmi sé tekið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -