Átta liða úrslit Olísdeildar karla í handknattleik hefjast á laugardaginn með tveimur leikjum sem fram fara í Kaplakrika og í Vestmannaeyjum. Daginn eftir verða tvær viðureignir til viðbótar.
Leikjaniðurröðinin er sem hér segir:
Laugardaginn 15. apríl:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Stjarnan, kl. 14
Kaplakriki: FH – Selfoss, kl. 19.30.
Sunnudagur 16. apríl:
Origohöllin: Valur – Haukar, kl. 15.
Úlfarsárdalur: Fram – Afturelding, kl. 16.
Þriðjudagur 18. apríl:
TM-höllin: Stjarnan – ÍBV, kl. 18.
Sethöllin: Selfoss – FH, kl. 19.40.
Miðvikudagur 19. apríl:
Varmá: Afturelding – Fram, kl 19.30.
Ásvellir: Haukar – Valur, kl. 19.30.
Oddaleikir, ef til þeirra kemur, verða föstudaginn 21. apríl í viðureignum FH og Selfoss annars vegar og ÍBV og Stjörnunnar hinsvegar í Kaplakrika og Vestmannaeyjum.
Í rimmum Vals og Hauka og Fram og Aftureldingar fara oddaleikir fram laugardaginn 22. apríl, gerist þeirra þörf, í Origohöllinni og í Úlfarsárdal.
Undanúrslit hefjast fimmtudaginn 4. maí. Hlé sem er gert frá því að átta liða úrslitum lýkur þar til undanúrslit hefjast skýrist af undankeppni Evrópumóts landsliða sem fram fara síðustu dagana í apríl.
Keppni í Olísdeildinni lauk í gær. Lokastaðan í Olísdeild karla.
Kapphlaupið um Íslandsmeistaratitilinn byrjar 17. apríl