- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leikmannatríó gengur til liðs við Víkinga

Benedikt Elvar Skarphéðinsson, t.v. í leik með FH á síðustu leiktíð. Hann er kominn í raðir Víkinga. Mynd/Jóhannes Long
- Auglýsing -

Handknattleiksdeild Víkings hefur samið við þrjá leikmenn fyrir komandi tímabil í Olísdeild karla. Um er að ræða markvörðinn Jovan Kukobat sem síðast lék með Þór, hægri handar skyttuna Benedikt Elvar Skarphéðinsson frá FH og örvhentu skyttuna Jón Hjálmarsson. Sá síðarnefndi þekkir vel til í Víkinni en lék með Vængjum Júpiters í Grill66-deildinni á síðasta tímabili.


Kukobat er 33 ára markmaður frá Serbíu. Jovan lék fyrst með KA á Akureyri 2012 í nokkur tímabil eða þangað til hann hélt til Ísraels í áframhaldandi atvinnumennsku. Hann snéri svo aftur norður til Akureyrar og hefur leikið bæði með KA og Þór síðan 2018. Kukobat hefur verið um um 35% meðalmarkvörslu í efstu deild hér á landi síðustu ár.

Jovan Kukobat, Jón Hjálmarsson og Benedikt Elvar Skarphéðinsson, nýir leikmenn Víkings. Mynd /Víkingur


Benedikt Elvar Skarphéðinsson er 21 árs rétthentur útileikmaður sem er uppalinn í FH. Hann hefur undanfarin þrjú tímabil leikið í Olísdeildinni. Benedikt Elvar getur bæði leyst skyttu og miðjustöðuna.

Jón snýr heim í Víking og mun efla hægri vænginn. Hinn kraftmikli Jón mun því leika sitt níunda tímabil í Víkingsbúningnum en hann á að baki 137 deildarleiki með Víkingi og skorað í þeim yfir 400 mörk. Jón getur bæði leyst stöðu hægri skyttu sem og hægra horn og mun því nýtast Víkingi vel á leiktíðinni ef að líkum lætur. Í heild á Jón 194 deildarleiki í úrvals- og fyrstu deild og hefur skorað liðlega 700 mörk.


Víkingur kom með skömmum fyrirvara inn í Olísdeildina á dögunum eftir að Kría heltist úr lestinni. Keppni í Olísdeild karla hefst upp úr miðjum september.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -