- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leikmenn Györ í kröppum dansi í Óðinsvéum

Veronica Kristiansen leikmaður Györ verður í eldlínunni í dag gegn löndum sínum í Vipers. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það fóru þrír leikir fram í B-riðli Meistaradeildar kvenna í dag og þar með lauk 11. umferð. Í Danmörku tók Odense á móti ungversku meisturunum Györ þar sem að gestirnir komust heldur betur í hann krapann. Um tíma var útlit fyrir að 46 leikja hrina án taps væri á enda.


Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þar sem aldrei munaði meiru en tveimur mörkum á liðunum. Leikmenn heimaliðsins voru hins vegar ákveðnari í seinni hálfleiknum og náðu fjögurra marka forystu, 27-23, þegar að hálfleikurinn var hálfnaður.

Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var danska liðið með forystu 30-25 og útlitð var ekki gott fyrir ungversku meistarana en þeir neituðu að gefast upp og náðu að þétta raðirnar í varnarleiknum og söxuðu hægt og bítandi á forystu Odense. Þessi barátta skilaði ungverska liðinu þeim árangri að því tókst að jafna metin, 26-26, þegar um 50 sekúndur voru til leiksloka. Odense fór fram í sókn og freistaði þess að skora sigurmarkið en vörn gestanna stóðst áhlaupið og jafntefli því niðurstaðan.

Györ eru því enn ósigrað í 47 leikjum og heldur toppsætinu í riðlinum með 17 stig, tveimur stigum fleiri en Brest. Odense er í fjórða sæti með 13 stig.

Góð byrjun dugði ekki

Brest tók á móti Buducnost á heimavelli þar sem að gestinir komu heldur betur á óvart og spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleik og voru með sjö marka forystu, 18-11, þegar flautað var til hálfleiks. Heimaliðið náði að bæta varnarleik sinn til mikilla muna í seinni hálfleik og í kjölfarið hrökk Sandra Toft markvörður í gang. Brest tókst að jafna metin, 27-27, þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Hálfri mínútu fyrir leikslok skoraði Pauleta Foppa 28. mark Brest og útlit fyrir að heimakonur væru að stela sigrinum. Leikmenn Buducnost voru ekki af baki dottnir og rétt áður en lokaflautan gall náði Jovanka Radicevic að jafna metin, 28-28, og þar við sat.

Með þessu stigi nær Brest að hoppa upp í annað sætið í riðlinum með 15 stig en Buducnost er með átta stig í fimmta sæti.

Hvorki gengur né rekur hjá Podravka

Í Króatíu áttust við Podravka og rúmenska liðið Valcea en bæði lið þurftu nauðsynlega á tveimur stigum að halda til þess að halda voninni á lífi um að komast áfram í 16-liða úrslitin. Gestirnir voru mun öflugri í fyrri hálfleik og voru í hálfleik með tveimur mörkum 15-13. Podravka-liðið náði aldrei að brúa þetta bil og fór svo að lokum að Valeca landaði sigri, 27-25, og þar með lauk sex leikja taphrinu liðsins í Meistaradeildinni. Þetta var hins vegar sjöundi tapleikur Podravka í röð og þær sitja nú í neðsta sæti riðilsins.

Úrslit dagsins

Odense 26-25 Györ (18-17)
Mörk Odense:  Lois Abbingh 11, Freja Kyndboel 6, Mie Hojlund 6, Nycke Groot 3, Jessica Da Silva 3, Mia Bidstrup 1, Anne de la Cour 1, Ayaka Ikehara 1.
Varin skot: Tess Wester 9, Althea Reinhardt 5.
Mörk Györ: Eduarda Amorim 7, Veronica Kristiansen 5, Viktoria Lukacs 5, Kari Brattset 4, Stine Oftedal 3, Estelle Nze Minko 3, Beatrice Edwige 2, Csenge Fodor 2, Anne Mette Hansen 1.
Varin skot: Silje Solberg 3, Laura Glauser 2.

Brest 28-28 Buducnost (11-18)
Mörk Brest:  Ana Gros 5, Pauline Coatanea 5, Isabelle Gullden 4, Djurdjina Jaukovic 3, Constance Mauny 3, Pauletta Foppa 3, Coralie Lassource 2, Alicia Toublanc 2, Amandine Tissier 1.
Varin skot: Sandra Toft 11.
Mörk Buducnost: Jovanka Radicevic 6, Itana Brbic 6, Ema Ramusovic 4, Nikolina Vukcevic 4, Allison Pineau 3, Katarina Dzaferovic 3, Majda Mehmedovic 2.

Varin skot: Barbara Arenhart 11, Armelle Attingre 1.

Podravka 25-27 Valcea (13-15)
Mörk Podravka: Dejana Milosavljevic 9, Ana Turk 4, Selena Milosevic 3, Lamprini Tsakalou 2, Korina Karlovcan 2, Aneja Beganovic 2, Dijana Mugosa 1, Azenaide Carols 1, Lea Franusic 1.
Varin skot: Yuliya Dumanska 11, Magdalena Ecimovic 1.
Mörk Valcea: Evgenija Minevskaja 7, Jelena Trifunovic 4, Mireya Gonzalez 4, Kristina Liscevic 3, Maren Aardahl 3, Asma Elghaoui 3, Zeljka Nikolic 2, Elena Florica 1.
Varin skot: Diana Ciuca 4, Marta Batinovic 3, Daciana Hosu 2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -