- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leikstaðir í forkeppni ÓL í karlaflokki staðfestir

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Spánverjar, Ungverjar og Þjóðverjar verða gestgjafar riðlanna þriggja í forkeppni Ólympíuleikanna í handknattleik karla sem fram fara 14. til 17. mars. Alþjóða handknattleikssambandið tilkynnti um leikstaði í dag.

Leikir riðils eitt verða í Palau d’Esports í Granollers þar sem úrslitaleikir handknattleikskeppni Ólympíuleikanna 1992 fóru fram. Keppnishöllin rúmar 6.500 áhorfendur í sæti.

Alfreð Gíslason og leikmenn þýska landsliðsins munu leik í ZAG Arena in Hannover en þar hefur þýska landsliðið oft leikið landsleiki á síðustu árum, m.a. fór annar vináttuleikur Þýskalands og Íslands í aðdraganda heimsmeistaramótsins í upphafi síðasta árs fram í keppnishöllinni. Ljóst er að rífandi stemning á eftir að ríkja í ZAG Arena sem getur tekið á móti 9.800 áhorfendum.

Ungverjar buðu fram Tatabánya Arena sem er fjórða stærsta keppnishöll Ungverjalands. Um 6.000 áhorfendur komast þar fyrir.

Riðlaskipting í forkeppni ÓL:
Riðill 1: Spánn, Slóvenía, Barein, Brasilía.
Riðill 2: Þýskaland, Króatía, Alsír, Austurríki.
Riðill 3: Noregur, Ungverjaland, Portúgal, Túnis.

Tvö efstu lið hvers riðils hreppa farseðil á Ólympíuleikana sem fara fram í París frá 25. júlí til 11. ágúst. Fyrri hluti handknattleikskeppninnar fer fram í París en síðari hlutinn í Lille.

Þegar hafa landslið sex þjóða tryggt sér þátttökurétt á ÓL:

Frakkland, gestgjafi.
Danmörk, heimsmeistari.
Japan, vann forkeppni Asíu, (Dagur Sigurðsson).
Argentína, vann forkeppni Suður Ameríku.
Egyptaland, Afríkumeistari.
Svíþjóð, frá EM karla 2024.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -