- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leiktímar í milliriðlum liggja fyrir

Gísli Þorgeir Kristjánsson er íþróttamaður ársins 2023. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Handknattleikssamband Evrópu hefur gefið út leiktíma á viðureignum í milliriðlakeppni Evrópumótsins. Upphafsleikur Íslands í milliriðlum verður á fimmtudaginn klukkan 19.30 og eins og áður hefur komið fram verður ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Heimsmeistarar Dana verða fyrsti andstæðingur Íslands.Tímasetningar leikja íslenska landsliðsins verða þessir:

Fimmtudaginn 20. janúar:
Danmörk – Ísland, kl. 19.30.

Laugardaginn 22. janúar:
Frakkland – Ísland, kl. 17.

Mánudaginn 24. janúar:
Ísland – Króatía, kl. 14.30.

Miðvikudaginn 26. janúar:
Ísland – Svartfjallaland, kl. 14.30.

Allir ofangreindir leiktímar eru miðaðir við klukkuna á Íslandi. Ungverjaland er einum tíma á undan.


Undanúrslit og viðureign um 5. sæti fer fram í Búdapest 28. janúar.


Úrslitaleikur og viðureign um bronsið 30. janúar (14.30 og 17).


Fjögur efstu liðin fara áfram á HM á næsta ári, þó fleiri ef Danir (heimsmeistarar) og eða Svíar verða í fjórum efstu sætum vegna þess að ríkjandi meistarar og gestgjafar eiga alltaf frátekinn þátttökurétt í lokakeppni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -